UM ARA

Ari er sérfræðingur í landupplýsingum og mikill áhugamaður um listræna kortagerð. Ari Maps er safn af verkum sem eru unnin úr gömlum atlaskortum meðal annarra frumverka unnin frá grunni. Sem stendur starfar hann sem verkefnastjóri í vindorkuþróun á Íslandi hjá Qair Ísland.

Francisco Ari Quintana

UM KORTIN

Hafursey
Hafursey

Flest kortin á Ari Maps eru unnin úr gömlum skönnuðum pappírskortum frá fyrri hluta 20. aldar. Ýmist koma þau frá Herforingjaráði Danmerkur, Geodædisk Institut, og Kortadeild Bandaríkjahers, meðal annarra. Kortin eru svo blönduð við nákvæmt hæðarlíkan af hverjum stað fyrir sig í landupplýsingakerfi og loks unnið í þrívíddarforriti og Photoshop.

PRENTSTÆRÐIR

Í boði eru tveir stærðarflokkar, þ.e. ferningsstærðir (F1, F2), og hinar algengu A-stærðir (A3, A2, A1). Ef þú vilt stærra kort en F2 (t.d. 70 x 70cm), eða stærra en A1 (t.d. A0: 84.1 x 118.8cm) verður að sérpanta í gegnum tölvupóstinn francisco.ari.quintana@gmail.com. Ekki fást rammar fyrir aðrar stærðir en birtar eru hér.

Poster Print Size Comparison to Human
RAMMAR

Um er að ræða eina tegund af ramma: Svartur trérammi með gleri.

Shopping Cart