SPURT OG SVARAÐ
ERU VÖRURNAR ÞRÍVÍDDAR (3D) PRENT?
Nei. Varan sem þú kaupir er hefðbundið tvívíddar (2D) prent af korti sem hefur verið hleypt upp með hæðargögnum eða svokallað DEM (e. Digital Elevation Model). Þ.e.a.s þú getur ekki þreifað á landslaginu. Það er þó áhugi fyrir því að skoða þróun korta í þrívídd í framtíðinni.
GETURÐU BÚIÐ TIL KORT AF _________?
Mögulega! Það fer eftir fyrirspurninni og þeim gögnum sem til eru. Einnig getur verið erfitt að lofa því hvort hægt sé að hanna kortið af þínum uppáhalds stað, eða að lofa ákveðnum tímaramma um skil á verkinu. Ekki hika við að hafa samband við Ara í gegnum tölvupóst: francisco.ari.quintana@gmail.com.
VERÐUR MEIRA TIL AF KORTUM AF ÖÐRUM LÖNDUM?
Líklega. Það getur verið erfitt og tímafrekt að finna réttu kortin. En stefnan er að gera úrval korta eins fjölbreytt og mögulegt er.
ERU LITIRNIR Á KORTUNUM SEM SJÁST Á VEFSÍÐUNNI ÞEIR SÖMU OG Á PRENTINU SJÁLFU?
Mismunandi skjáir birta mismunandi liti í sRGB litrýminu, þ.a. tölvan eða síminn þinn gæti verið að birta litina öðruvísi en þeir í raun eru. Það sem sést á vefsíðuni er í sRGB litrýminu, en verkin sjálf eru unnin og prentuð í Adobe (1998) litrýminu.
ERU ÖLL STAÐARHEITI OG SMÆRRI MERKINGAR LÆSILEG?
Ekki alltaf. Þetta á sérstaklega við um sögulegu kortin. Einnig getur það verið bundið því hvaða kortastærð er keypt og hvernig skygging verksins legst yfir merkingar.
HVERNIG ERU RAMMARNIR? ERU AÐRIR VALMÖGULEIKAR?
Um er að ræða svartan tréramma með gleri, og bakplötu með hengibúnaði. Ekki eru aðrir valmöguleikar í boði eins og er, en ef tækifæri gefst verður boðið uppá fjölbreyttara rammaúrval.
HVERNIG VIRKA VÖRUSKIL OG ENDURGREIÐSLUR?
Þú hefur rétt á því að fá endurgreitt ef skilað er vöru í upprunalegu ástandi innan 14 daga eftir kaup. Vöruskilaréttur rennur út eftir það. Hægt er að lesa skilmálana nánar hér. Ef varan berst til þín gölluð, ekki hika við að hafa samband í gegnum tölvupóst: francisco.ari.quintana@gmail.com.
